ÚTBOÐ – Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi – Endurnýja gler og glerlista

Örútboð nr. 245 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnaðarmanna

Ríkiseignir óska eftir trésmiðum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar glers og glerlista við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Verkið felst í að endurnýja gler í þremur hæðum á vestur- og suðurhlið nýrri hluta hússins að Flúðabakka 2 á Blönduósi. Húsið er dvalar- og hjúkrunarheimili, heilsugæslustöð og lyfsala.

Heildarmagn: Samtals 164 rúður, u.þ.b. 100 m2  af gleri.


Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 14.00.