Listasafn Íslands, öryggis- og brunahurðir

354 - Örútboð

FSRE óska eftir iðnmeisturum innan rammasamnings 21201 til að taka þátt í örútboði vegna öryggis- og brunahurðum á Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7.

Verkið felst í því að smíða og ganga frá fimm nýjum öryggis- og brunahurðum fyrir Listasafn Íslands í stað eldri rennihurða sem verða fjarlægðar. Einnig fylgir ýmis konar frágangur í tengslum við nýju brunahurðirnar.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@fsre.is

Verklok 30 september 2023

Skil á tilboðum, þriðjudaginn 14. febrúar 2023 fyrir kl. 14.00.