Örútboð – Þórunnarstræti 138 - breytingar

Númer: 340

Útboð – Þórunnarstræti 138 - Breytingar

Örútboð nr. 340 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga á Þórunnarstræti 138, Akureyri.

Verkið felst í að breyta núverandi fangelsi í aðstöðu fyrir almenna deild lögreglu. Um er að ræða niðurrif á því sem fyrir er og uppbyggingu á nýjan leik. Skrifstofur, búningsklefar, eldhús og matsalur/fundarsalur o.fl. Einnig nýir gluggar, útihurð og útitröppur. Særð húsnæðis sem breyta skal er u.þ.b. 600 m².

 

Verklok eru 16. maí 2022

 

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@fsre.is

Tilboð verða opnuð, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 16. nóvember 2021, kl. 14:00.