Örútboð nr. 336 – Miðbæjarskóli (Kvennaskólinn) – endurnýjun utanhúss

Númer: 336

Örútboð nr. 336 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar utanhúss við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Um er að ræða m.a. endurnýjun á bárujárni, vatnsbrettum og gluggaföldum á þrjá veggi norðurálmu Miðbæjarskólans sem er friðað hús. Útlitsbreytingar eru ekki heimilaðar og ber að vinna verkið með það í huga. Bárujárn á veggfleti eru 430 m2

 

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 22. júní 2021 kl. 14.00.

Verklok 15. september 2021