Örútboð nr. 306 - Heilsugæslan HSS, hús C – Endurnýjun glugga

Örútboð nr. 306 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 306

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar glugga við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (heilsugæslunni, húsi C) að Skólavegi 6 í Reykjanesbæ.

Verkið felur m.a. í sér endurnýjun og fullnaðarfrágangs 22 stk. tréglugga og hurðar að Skólavegi 6 í Reykjanesbæ. Helstu verkþættir eru rif, múrbrot og fullnaðarfrágangur glugga og hurðar. Einnig endurnýjun og frágangur sólbekkja og múrviðgerðir með gluggum innanhúss eftir endurnýjun.

Helstu magntölur:

Trégluggar og hurð, ýmsar stærðir ...............................................22 stk.

Steypuviðgerðir v/frágangs glugga................................................220 m

Nýir sólbekkir, innanhúss ...............................................................36 m

Verklok eru 30. sept. 2020

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 5. maí, kl. 14.00.