Örútboð 341 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 341

Örútboð nr. 341 innan rammasamnings 20201 – Þjónusta iðnmeistara

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir óska eftir rafvirkjum til að taka þátt í örútboði vegna þjónustusamnings um endurbætur og viðhald í menntastofnunum. Verkefnið felst í almennu viðhaldi á raflögnum, tilfallandi breytingum og endurbótum, allt eftir þörfum á hverjum tíma. 

Þjónustusamningur um endurbætur og viðhald rafmagns í eftirfarandi menntastofnunum í umsjá Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna: 

  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
  • Menntaskólinn í Kópavogi
  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
  • Borgarholtsskóli
  • Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
  • Háskóli Íslands - Skipholt 37
  • Menntaskólinn við Sund

Gefa skal verð í 4028 tíma í dagvinnu og 448 tíma í yfirvinnu. Einnig skal gefa verð í akstur, 280 ferðir vegna efnisöflunar og útkalla. Tímafjöldi er áætlun út samningstímann, þ.e. 2 ár.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Bjóðendur skulu skila tilboðum sínum á rafrænu formi í tölvupósti á póstfangið: utbod@rikiseignir.is

fyrir þriðjudaginn 23. nóvember 2021, kl. 14.00