Örútboð 332 – Hólavegur 6, Dalvík – endurnýja þak á tengibyggingu

Númer: 332

Örútboð nr. 332 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á þaki heilsugæslunnar, Hólavegi 6 á Dalvík.

Verkið felur í sér að saga ofan af steyptum þakkanti á allri byggingunni og framlengja núverandi timburþak fram yfir steypta kanta og klæða kanta af með álklæðningu. Núverandi þakjárn verður fjarlægt og nýtt sett í staðinn. Nýjar þakrennur verða utanáliggjandi. Regnvatnslagnir verða endurnýjaðar eftir þörfum.

Helstu magntölur:

  • Steypusögun 184 lm
  • endurnýjun á þakjárni 962 m²
  • álklæðning á þakkanta 212 m²
  • þakrennur 184 lm
  • áætluð endurnýjun regnvatsnlagna 180 lm.

Verklok 1. sept. 2021

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 14.00.