Örútboð 327 – Selvogsbraut 24, Þorlákshöfn - endurbætur

Númer: 327

Örútboð nr. 327 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurbóta við heilsugæsluna, Selvogsbraut 24, Þorlákshöfn.

Verkið felst m.a. í að endurskipuleggja og endurnýja heilsugæsluna að innan ásamt breytingum að utan. Endurnýja gólfefni, hurðir, innréttingar, hreinlætistæki og lýsingu. Málun að innan og utan. Huga að hljóðmálum með því að bæta við kerfislofti í húsnæðinu. Lagfæra aðgengi sjúkrabíla og sjúkraflutningafólks með nýjum rampi á hlið hússins. Leggja hita í stétt, tröppur og bílastæði fatlaðra.

Verklok 1. okt. 2021

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík,  þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 14.30.