Örútboð 324 – Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargata 10, Neskaupstað

Númer: 324

Örútboð nr. 324 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurbóta við Verkmenntaskóla Austurlands, Mýrargötu 10, Neskaupstað.

Verkið felst í rífi eldri veggja og endurinnréttingu á hluta eldri álmu Verkmenntaskólans á Neskaupstað, Mýrargötu 10. Hér er um að ræða fullnaðar yfirborðsfrágang lofta og veggja í kjallara og hluta 1. hæðar, sem og frágang gólfefna, uppsetningu lofræsikerfis, raflagna og uppsetningu kerfislofta. Einnig er um að ræða ísetningu innihurða og uppsetningu innréttinga.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn, 24. júní 2021 kl. 14.00.

Verklok 30. nóvember 2021