Ofanflóðavarnir á Flateyri

Þann 6. mars voru opnuð tilboð í styrkingu varna á Flateyri.

Á Flateyri voru reistar snjóflóðavarnir á árunum 1996-1998 í kjölfar hins mannskæða snjóflóðs árið 1995. Um var að ræða leiðigarða, allt að 20m háa auk 15m hás þvergarðs. Allir garðarnir voru byggðir með jarðvegsfláum.

Í kjölfar snjóflóða sem urðu árið 2020 var ákveðið að styrkja núverandi varnir. Um er að ræða 27 keilur sem komið er fyrir á úthlaupssvæðum flóðanna úr Innra-Bæjargili og Skollahvilft, 16 stk Innra-Bæjargilsmegin og 11 stk Skollahvilftarmegin. Þá verður þvergarðurinn endurbyggður og bætt við tveim leiðigörðum, annarsvegar leiðigarði við Sólbakka og hinsvegar leiðigarði á Hafnarsvæði. Jafnframt verður úthlaupssvæðið (flóðrásin) neðan Skollahvilftar dýpkað á kafla neðan til við núverandi garð.

Garðana skal byggja úr jarðefnum sem eru fengin innan framkvæmdasvæðisins og úr námu, sem staðsett er ca. 1,5 km vestan við byggðina á Flateyri. Flóðmegin verða keilurnar og garðarnir byggðir upp þannig að ofan á jöfnunarlag verður byggt upp jarðvegsstyrkingarkerfi, sem samanstendur af bröttum hliðum og styrktri fyllingu. Hliðar keilanna verða einnig byggðar upp með þessum hætti. Hlémegin á görðum verða hefðbundnir jarðvegsfláar.

Tvö tilboð bárust:

Image

Tilboðin eru í yfirferð hjá FSRE.

Verknúmer: 6331792

Útboðsnúmer: 21400

Dagsetning opnunar: 18.3.2024