Endurbætur á byggingu 286 fyrir LHG 6061056

Það tilkynnist hér með að tilboð E. Sigurðssonar ehf. kt. hefur verið tekið enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar og er því kominn á bindandi samningur milli aðila.
Bjóðendum var tilkynnt með tölvupósti þann 21. maí sl. að ákveðið hefði verið að velja tilboð E. Sigurðssonar og ennfremur að a.m.k. 5 dagar skuli líða frá því að ákvörðun um val tilboðs er tilkynnt þar til tilboð er endanlega samþykkt.
Í XI. kafla laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) er fjallað um kærunefnd útboðsmála. Þar kemur fram í 1. mgr. 106 gr.: Kæra skal borin skriflega undir kærunefnd útboðsmála innan 20 daga frá því að kærandi vissi um eða mátti vita um þá ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem hann telur brjóta gegn réttindum sínum. Kröfu um óvirkni samnings er þó heimilt að bera undir nefndina innan 30 daga frá framangreindu tímamarki. Þó verður krafa um óvirkni samnings ekki höfð uppi þegar sex mánuðir eru liðnir frá gerð hans. Nánari ákvæði um fresti eru í 106. gr. Fyrir hverja kæru skal kærandi greiða kærugjald að fjárhæð 210.000 kr.
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir þakka fyrir þátttökuna

Verknúmer:

Útboðsnúmer: 6061056

Dagsetning ákvörðunar: 14.8.2025